141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:08]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Aftur er á ferðinni grænt mál, umhverfismál en jafnframt verulega atvinnuskapandi. Verkefnið Bændur græða landið er öflugasta uppgræðslutæki sem við höfum með þátttöku bænda, þeirra sem besta þekkingu hafa á landinu. Þetta er einnig nákvæmlega í anda samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Það er erfitt að horfa til þess að umhverfissinnarnir og hin svokallaða græna ríkisstjórn skuli fella þessa tillögu.