141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:17]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg):

Virðulegi forseti. Hér er gerð tillaga um 20 millj. kr. tímabundið framlag vegna fyrirhugaðra framkvæmda við húsið Skjaldbreið sem er í umsjón Alþingis. Það er engin starfsemi í húsinu sem er talið vera illa farið. Fyrir liggur kostnaðaráætlun um að rétta húsið af á grunni sínum og endurnýja ytra byrði ásamt einangrun til að koma í veg fyrir frekari skemmdir.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdin kosti um 40 millj. kr. á næsta ári sem verður að hálfu fjármögnuð af heimildum Alþingis, sem þessi tillaga felur í sér, og að hálfu af viðbótarframlagi af heimild þingsins.