141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:26]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Herra forseti. Þarna er verið að skera það sem síst skyldi. Það er sagt að nám sé vinna. Þetta er sérstakt framlag til náms atvinnulausra, gríðarlega þýðingarmikið. Það er flutt á allt annan stað í allt öðrum tilgangi til að stytta nám ungra nema við framhaldsskólana eins og kom fram í skýringu Lilju Mósesdóttur hér áðan. Þetta er óásættanlegt, ég á við hvað atvinnuleysisbölið og afleiðingar þess eru verulegar.