141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:35]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Virðulegur forseti. Ég geri grein fyrir atkvæði mínu og læt því vera að gera athugasemdir við vitleysispredikun hv. þm. Þórs Saaris hér áðan.

Hv. þm. Sigmundur Ernir Rúnarsson fullyrti hér áðan að í tillögum meiri hlutans um sóknargjöld væri komið til móts við fjárþörf kirkjunnar og framlög til hennar yrðu bætt. Hér sjáum við að þetta er rangt, hv. þingmaður fór ekki með rétt mál. Þetta er staðfesting á því að hvorki er verið að verðbæta framlög til kirkjunnar eða réttara sagt þann skerf sem hún fær af eigin framlögum né standa við fyrirheit sem kirkjunni voru gefin í fyrra um að komið yrði til móts við hana í samræmi við úttekt innanríkisráðuneytis eða nefndar á vegum þess. Þetta eru því enn ein svik ríkisstjórnarinnar og enn ein staðfesting þess að loforð hennar, hversu hátíðleg sem þau eru, hafa ekkert gildi. (Gripið fram í.)