141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:40]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Í upphafi þessa kjörtímabils setti ríkisstjórnin sér það markmið að ná skuldum ríkissjóðs niður í um það bil 60% af vergri þjóðarframleiðslu. Þær eru í dag um 95% af vergri þjóðarframleiðslu. Þessi liður einn og sér er eitt mesta áhyggjuefni á komandi kjörtímabili og er nauðsynlegt að ná þessu hlutfalli niður með einum eða öðrum hætti. Við horfum upp á það að ráðast verður í úrbætur á velferðarkerfinu, uppbyggingu á heilbrigðisstofnunum víðs vegar um landið og mörg önnur brýn verkefni bíða. Það að lækka skuldir ríkissjóðs er því miður liður í því að við getum gert það að veruleika.