141. löggjafarþing — 59. fundur,  20. des. 2012.

upplýsingalög.

215. mál
[17:28]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla að skjóta því að að ég held að þetta mál sé ákveðið dæmi um að stundum borgar sig að afgreiða mál ekki þegar í stað, heldur geta þau haft gott af því að fara í dálítið gegnum dálítið margar umferðir. Margar skilvindur, ef svo má segja, því ég held að það sem við erum með í höndunum í dag sé töluvert betra en það sem við vorum með fyrir tveimur árum.