141. löggjafarþing — 59. fundur,  20. des. 2012.

upplýsingalög.

215. mál
[17:54]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég tel mjög heppilegt að við séum einmitt á sama tíma og við erum með stjórnarskrártillögur til yfirferðar og vonandi afgreiðslu á þessu þingi að fara í gegnum þessar breytingar á upplýsingalögunum og þetta haldist mjög vel í hendur. Það þarf að tryggja að sá andi og sú áhersla sem er í tillögum að nýrri stjórnarskrá komi fram eins og þar er lagt til. Ég tel að þar sé verið að útfæra hluti á skynsamlegan hátt og með framsýni í huga og að það geti verið góður taktur í þeirri löggjöf sem við erum vonandi að setja núna með þessari endurskoðun á upplýsingalögum og þeirri stjórnarskrá sem vonandi verður að veruleika fyrir vorið.