141. löggjafarþing — 59. fundur,  20. des. 2012.

sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

151. mál
[18:52]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (andsvar):

Frú forseti. Hertar reglur varðandi söluferli munu alls ekki tryggja að hrægammasjóðir misnoti ekki eignarhald sitt á bönkum, það er allt annar handleggur. Hér er ekki á neinn hátt verið að tryggja að það muni ekki gerast.

Auk þess vil ég vekja athygli á því að sú heimild sem Alþingi á að veita ráðherra bankamála er afskaplega opin og í raun og veru algjört valdaafsal þingsins til framkvæmdarvaldsins. Það eru engar skorður settar á það hverjum ráðherra megi selja.

Ég spyr hv. þingmann hvort hann sé tilbúinn að styðja tillögu um að það verði bannað að selja vogunarsjóðum eignarhlut ríkisins í bönkunum, sem dæmi.

Síðan vantar að banna jafnframt sölu á eignarhlut ríkisins sem er á undirverði. Það stendur hvergi að ráðherra (Forseti hringir.) megi ekki taka sölutilboði sem er á undirverði.