141. löggjafarþing — 59. fundur,  20. des. 2012.

sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

151. mál
[18:54]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aftur get ég að hluta til tekið undir áhyggjur hv. þm. Lilju Mósesdóttur varðandi eignarhlut í fjármálafyrirtækjum. Það ber að vanda. Í frumvarpinu koma fram, m.a. í fyrirvörum sem meiri hluti fjárlaganefndar gerir, nákvæmlega þeir hlutir sem hv. þingmaður nefndi hér áðan, þ.e. hverjir komi til með að eignast þessa hluti, hvernig söluferli fari í gang, hvernig aðkoma þingsins verði að því, hvernig aðkoma Seðlabankans verði að því. (Gripið fram í.) Ákveðið ferli verður sett í gang varðandi þetta lagafrumvarp sem ég tel að eigi að geta komið í veg fyrir þau ósköp sem gerðust hér áður fyrr, en ekki bara það heldur verður þetta frumvarp sömuleiðis yfirlýsing og lögfesting á því að ríkið ætli sér að eiga stærstan hluta, ekki minna en 70%, í stærsta banka landsins.