141. löggjafarþing — 59. fundur,  20. des. 2012.

sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

151. mál
[18:57]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég tel að ákvæði frumvarpsins ásamt breytingartillögu meiri hlutans við það, sem liggur hérna fyrir, þessari einu breytingartillögu, uppfylli þau ákvæði eða þau tilmæli sem koma fram í niðurstöðum starfshópsins sem skipaður var 2011 og skilaði, eins og kom fram í máli hv. þingmanns, í janúar 2012, ekki satt? Ég tel að þetta frumvarp uppfylli þær meginniðurstöður sem þar koma fram. Auðvitað má ganga lengra á ýmsa vegu, ég get alveg tekið undir það, en ég tel að frumvarpið eins og það er útbúið í dag, eftir umfjöllun fjárlaganefndarinnar ásamt breytingartillögunni, uppfylli þá meginniðurstöðu sem starfshópurinn komst að.