141. löggjafarþing — 59. fundur,  20. des. 2012.

sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

151. mál
[20:52]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég held að við séum ekki tilbúin til þess að selja eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þingmaðurinn kallar hérna fram að þetta snúist ekki um það heldur um að búa til feril sem virkar. Ég held að við verðum að hafa eins marga menn í stjórn fjármálafyrirtækja og við getum til þess að hafa þar virk áhrif og fylgjast með hvað er að gerast þar. Mér þætti æskilegt eins og staðan er núna að ríkið væri það sem einu sinni var kallað kjölfestufjárfestir í þessum fjármálafyrirtækjum.

Mér líður ekki vel með þetta, hvort sem ég væri í meiri hluta eða minni hluta, vegna þess að ég tel einfaldlega að það eigi ekki að fara í sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Við erum ekki tilbúin í það.

Ég sagði náttúrlega nei við þessu í fjárlagafrumvarpinu fyrir nokkrum dögum þegar var breytingartillaga um þetta við 2. umr. Ég er alfarið á móti þessu.