141. löggjafarþing — 59. fundur,  20. des. 2012.

vörugjöld og tollalög.

473. mál
[22:23]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Jú, auðvitað er miklu skýrari og einfaldari sykurskatturinn sem leggst bara á sykurinn sjálfan og á vörur eftir því hversu mikill sykur er í þeim. Það tryggir að af öllum vörum sem í er viðbættur sykur eru greidd gjöld í hlutfalli við þann grammafjölda sem í vörunum eru. (Gripið fram í.) Það er sannarlega einföldun. Auðvitað eru sætuefnin síðan hliðarmál.

Af því þingmaðurinn spurði um fyrirætlanir um að flytja inn efnið til að flytja það aftur til útflutnings og hvort það mundi varna því að menn gætu komið upp verksmiðjustarfsemi til þess þá er því til að svara að það á ekki að gera það heldur mundi slíkur innflytjandi ekki þurfa að greiða gjöldin við innflutning þar sem hann væri að flytja inn til útflutnings og greindi einfaldlega frá því og skilaði síðan skýrslum um það þegar flutt væri út að efnið sem flutt hefði verið inn væri búið að flytja út aftur og sætti engum gjöldum í millitíðinni.