141. löggjafarþing — 59. fundur,  20. des. 2012.

vörugjöld og tollalög.

473. mál
[22:42]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Skúla Helgasyni fyrir þessa athugasemd. En ég mundi vilja spyrja hv. þingmann: Hver er ástæðan fyrir því að meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar var ekki tilbúinn til þess að leggja sig meira fram við að ná yfirlýstum markmiðum frumvarpsins um manneldissjónarmið og reyna að draga úr neyslu á sykruðum vörum og bregðast þannig við þeim athugasemdum sem komu frá embætti landlæknis?