141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

upplýsingalög.

215. mál
[10:18]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að málið er nú komið til afgreiðslu í þinginu. Þetta er þriðja þingið sem fjallar um þessi lög og ég tel að hver umræða hafi orðið til bóta. Það var mjög ánægjulegt að vinna að þessu og ég þakka sérstaklega framsögumanni málsins sem verið hefur með það í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hv. þm. Róberti Marshall, og eins þeim Margréti Tryggvadóttur og Lúðvík Geirssyni. Þau þrjú mynduðu undirnefnd til að klára málið í lokin og ég þakka þeim kærlega fyrir mjög vel unnin störf. Ég er stolt af því að samþykkja þetta frumvarp.