141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

456. mál
[10:23]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því að Fjármálaeftirlitið fái kostnað sinn greiddan. Hins vegar kom fram á fundum með Fjármálaeftirlitinu að neytendavernd á fjármálamarkaði er mjög illa fyrir komið, bæði hjá Fjármálaeftirlitinu og Neytendastofu. Hún virðist hvergi vera, og samt er gífurleg þörf á neytendavernd. Þess vegna get ég ekki staðið að frumvarpinu, mér finnst að menn þurfi virkilega að setja neytendaverndina einhvers staðar.

Svo er líka spurningin um eftirlit með slitastjórnunum, hver hefur það og hver fylgist með því að þar séu viðhafðir góðir siðir eins og vera ber? Þeir góðu siðir munu seinna meir bera hróður Íslands um allan heim.