141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

151. mál
[11:06]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg):

Virðulegur forseti. Í 3. gr. frumvarpsins sem við greiddum hér atkvæði um segir, með leyfi forseta:

„Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni.“

Ég undrast það ekkert þótt formaður Sjálfstæðisflokksins sé á móti þessu. Þetta er algjörlega í andstöðu við það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert hingað til við sölu á eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum.

Í 4. gr. segir að Bankasýsla ríkisins undirbúi sölu, leiti tilboða í eignarhlut, meti tilboð o.s.frv. sem ráðherra meti síðan. Hvað gerir ráðherrann svo samkvæmt frumvarpinu? (Gripið fram í: Bæði.) Setur málið í tvær þingnefndir, leitar umsagna hjá Seðlabankanum og tekur tillit til allra þeirra athugasemda sem Seðlabankinn gerir í umsögn sinni varðandi frumvarpið. (Gripið fram í.) Ég er ekkert hissa á því þó að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu á móti þessu. Þeir eru andvígir gagnsæju ferli við sölu á fjármálafyrirtækjum hér eftir sem hingað til. [Kliður í þingsal.]