141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

rannsóknarnefndir.

416. mál
[11:10]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Lögin um rannsóknarnefndir Alþingis hafa reynst vel. Hér ræðum við frumvarp um að bæta þau enn frekar. Meiri hluti nefndarinnar hefur auk þess lagt til að þau verði tekin til endurskoðunar strax í upphafi næsta árs.

Í þessu frumvarpi er að meginstefnu til fjallað um þrjú ákvæði sem eru að tryggja nefndarmönnum gott starfsumhverfi og forseta að skipa nýjan mann í rannsóknarnefndir við forföll, hvernig greiða skuli kostnað við öflun og afhendingu gagna og loks eru allítarleg ákvæði um skaðleysi nefndarmanna í ætt við það sem var í lagaákvæðum um rannsóknarnefnd Alþingis.

Nefndin hefur við umfjöllun á nokkrum fundum þrengt verulega ákvæðin eins og þau voru í frumvarpinu upphaflega og hyggst enn fjalla nánar um það atriði á milli 2. og 3. umr.

Ég segi já.