141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

vörugjöld og tollalög.

473. mál
[11:15]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta frumvarp miðar að því að taka 800 millj. kr. viðbótartekjur inn í ríkissjóð, einfalda og gera skilvirkara það kerfi vörugjalda sem hefur verið við lýði í áratugi á sykraðar vörur á Íslandi en hefur ekki verið samkvæmt sjálfu sér. Gamla vörugjaldakerfið sem hefur verið við lýði hér í áratugi hefur lagst á sumar sykraðar vörur en ekki aðrar. Hér er því breytt á þann veg að það er einfaldlega bara lagt á vörur eftir því hversu mikill sykur er í þeim þannig að innra samræmi í kerfinu er fullkomið. Hins vegar mætir þetta nýja vörugjaldakerfi ekki betur manneldissjónarmiðum að gagni en hið eldra, en vörugjaldakerfi á sykurvörur stuðlar auðvitað meira að manneldissjónarmiðum, það sem er í gildi og það sem tekur við, en ef það væri ekki.