141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

vörugjöld og tollalög.

473. mál
[11:23]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Gagnstætt því sem hér hefur verið haldið fram af ýmsum stjórnarandstöðuþingmönnum gengur frumvarpið út á að auka samkvæmni í vörugjaldakerfinu og mæta ýmissi gagnrýni sem verið hefur á þetta kerfi sem ég hygg að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á sínum tíma innleitt. Hér er til dæmis verið að tryggja að brauð sé skattlagt með sama hætti, hvort sem það er ristað lóðrétt eða lárétt, [Hlátur í þingsal.] en það var ekki í því kerfi sem var í valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Það er auðvitað líka verið að laga það að sykurskatturinn sé ekki bæði lagður á sykraðar vörur og ósykraðar heldur bara hlutfallslega á þær vörur sem eru sykraðar en ekki á hinar sem ósykraðar eru. Er það miklu betra fyrirkomulag en var í tíð Sjálfstæðisflokksins.