141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

skattar og gjöld.

101. mál
[11:29]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Við erum að taka þessi mikilvægu mál á alveg gríðarlegum hraða vegna þess að hæstv. ríkisstjórn kom svo seint með þau. Þó að það sé margt gott í þessu frumvarpi og við munum styðja það vil ég draga athygli manna að því sem ég tel mjög mikilvægt að við skoðum betur milli umræðna í hv. nefnd. Við erum hér að staðfesta það að eina tegund bóta þurfi ekki að endurgreiða þó að viðkomandi hafi fengið of mikið. Nú er það þannig að ef menn fá of mikið af bótum úr Tryggingastofnun, hvort sem það eru öryrkjar, eldri borgarar eða aðrir, þá verða þeir að greiða það til baka og er enginn afsláttur af því. Við erum að fastsetja það að ef aðilar hafa fengið of miklar vaxtabætur þurfi þeir ekki að greiða þær til baka.

Virðulegi forseti. Þetta er auðvitað stórmál og við þurfum að setjast yfir það þó að lítill tími sé (Forseti hringir.) til stefnu.