141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[20:04]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Eins og á við um margt í þessu frumvarpi eru mótsagnir innan ákveðinna greina. Við vorum að samþykkja jákvæðar breytingar en hins vegar er í b-liðnum talað um nýtt virðisaukaskattsþrep, 14%, á gistiþjónustu.

Ég get engan veginn samþykkt það, frú forseti. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn þessu.