141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[20:18]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er lagt til að bifreiðar greiði mismunandi gjald eftir því hvað þær losa mikið koldíoxíð út í loftið. Ég hef ekki haft tækifæri til að bera þetta saman við núverandi kerfi þannig að ég get ekki tekið ákvörðun um hvort þetta sé jákvætt eða neikvætt og það náttúrlega helgast af því hve lítill tími hefur unnist til að íhuga þessi mál.

Ég get sem sagt ekki sagt hvort þetta er jákvætt eða neikvætt og greiði þar af leiðandi ekki atkvæði.