141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

barnalög.

476. mál
[20:44]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Á þessu kjörtímabili hefur þingmönnum orðið tíðrætt um að mikilvægt sé að efla sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu. Ég tek undir það.

Í þessu máli hvet ég þingheim til að styðja breytingartillögu meiri hluta velferðarnefndar. Ef sú breytingartillaga sem hv. þingmenn hafa talað fyrir í ræðustól rétt á undan mér nær fram að ganga munu lögin taka gildi nú þegar en ekki koma til framkvæmda og skapa þannig mikla óvissu í kerfinu. Samkvæmt lögunum sem þá mundu taka gildi, ef þið samþykkið breytingartillögu hv. þingmanna, verður ekki hægt að krefjast úrskurða eða fara í mál í forsjármálum því að það verður aðeins hægt að undangenginni formlegri sáttameðferð og útgefnu vottorði þar um. Slík formleg sáttameðferð er ekki til staðar í dag (Forseti hringir.) og engin slík vottorð eru útgefin. Ég bið þingmenn að sýna ábyrgð því að sjálfstæði fylgir (Forseti hringir.) ábyrgð.