141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

barnalög.

476. mál
[20:49]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við samþykktum barnalög á síðasta þingi. Við samþykktum þá að setja inn sáttameðferðina og það er tvennt við þessa atkvæðagreiðslu.

Ég tek undir með hv. þm. Unni Brá Konráðsdóttur, hæstv. ráðuneyti innanríkismála hefur vitað af þessari samþykkt frá því í júní. (Gripið fram í: Rétt.) Ef það hefur ekki hafist handa við að vinna eftir samþykkt Alþingis verður það sjálft að eiga við þá vinnuferla sem þar ríkja.

Það er hins vegar óásættanlegt að hæstv. innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson lýsi því yfir á fundi úti í bæ að til standi að fresta gildistöku þessara laga áður en frumvarp þar að lútandi er komið inn í þingið, eða þingið yfir höfuð spurt, og draga þannig úr allri vinnu sem er innan kerfisins. Þetta vinnuferli er óásættanlegt. Ég hvet (Forseti hringir.) þingheim til að samþykkja að þessi lög taki gildi þann 1. janúar 2013. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)