141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

barnalög.

476. mál
[20:56]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg):

Forseti. Hvernig væri til tilbreytingar að Alþingi væri sjálfu sér samkvæmt? Alþingi sjálft ákveður peningavaldið í þessum efnum og Alþingi sjálft hefur kveðið upp úr með að ekki séu til nægir peningar til að framfylgja þessum lögum. (Gripið fram í: Bætum bara í …) Það er staðreynd málsins. Fylgjum því innihaldi þess sem Alþingi hefur kveðið upp úr með og segjum já.

Innihald þessara laga tekur gildi í samræmi við það sem Alþingi sjálft hefur sagt. Þetta snýst ekki um baráttu Alþingis við framkvæmdarvaldið heldur baráttu Alþingis við sjálft sig. Alþingi sjálft hefur sagt hvað það vill í þessum efnum með því að láta peningana tala.

Ég styð breytingartillögu meiri hluta velferðarnefndar af því að hún byggir á ábyrgð í samræmi við það sem Alþingi hefur sagt.