141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

barnalög.

476. mál
[20:59]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég tel að við eigum heldur að gleðjast yfir þeim árangri sem við erum að ná með þessum lögum en að setja á miklar deilur. Í raun er ágreiningur um þrjá mánuði og ég tel að þegar rök eru vegin og metin sé sá ágreiningur ekki mikilsverður. Hálft ár er langur tími og ég tel að í þeim málum sem kunna að koma til álita á þessum tíma verði horft á það sem gerist í framtíðinni og ekki þann bókstaf sem gildir hverju sinni þannig að ég ætla að greiða atkvæði með breytingartillögu meiri hluta velferðarnefndar og hvet menn til að vera glaðir í sinni.

Jólin eru að koma og nú eiga börnin að skemmta sér.