141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

fæðingar- og foreldraorlof.

496. mál
[21:06]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég hef verið stuðningsmaður þessa fæðingarorlofskerfis frá upphafi þegar ég átti þátt í að koma því á laggirnar í mínu fyrra starfi. Upphaflega voru sett tvö markmið með setningu laganna, að tryggja börnum samneyti við báða foreldra og að allir foreldrar gætu tekið fæðingarorlof með því að hækka greiðslurnar og setja þetta inn í atvinnutryggingakerfið.

Ég vildi svo gjarnan að hægt væri að lengja fæðingarorlof. Ég vildi svo gjarnan að hægt væri að ná aftur og tryggja þau markmið sem við settum í upphafi, en í ljósi þeirrar stöðu sem ríkissjóður er í núna og í ljósi þess að þessi ríkisstjórn er núna á seinustu metrunum á þessu kjörtímabili finnst mér afar óábyrgt að koma með (Forseti hringir.) tillögur af þessu tagi sem auka útgjöld ríkissjóðs um marga milljarða og ávísa inn í framtíðina (Forseti hringir.) og inn á tímabil annarrar ríkisstjórnar.

Ég get ekki stutt þetta.