141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

fæðingar- og foreldraorlof.

496. mál
[21:10]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um þá breytingartillögu sem felur í sér að einhleyp móðir sem hefur gengist undir tæknifrjóvgun eða einhleypt foreldri sem hefur ættleitt barn eða tekið barn í varanlegt fóstur fái sambærileg réttindi í fæðingarorlofi og að öðru leyti er kveðið á um. Ég tel þetta skynsamlega nálgun og eðlilegt réttlætismál.

Ég vil hins vegar í þessu sambandi taka skýrt fram að þessi ákvörðun veitir ekki frekari fordæmi umfram það sem skýrt er kveðið á um í þessum frumvarpstexta eins og hann er settur fram. Ég tel eðlilegt að árétta þetta um leið og ég lýsi yfir stuðningi við frumvarpsgreinina eins og hún liggur hér fyrir.