141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

151. mál
[00:17]
Horfa

atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Jú, ríkið lagði þetta fé fram og bankarnir störfuðu á grundvelli undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu sem var veitt til þess að ljúka samningunum milli gömlu og nýju bankanna og mynda efnahag hinna nýju banka. Þeir voru í þeim skilningi ríkisbankar en það var ljóst að ríkið mundi aldrei eiga þessa banka ad infinitum með 900 millj. kr. Það var öllum ljóst að það þurfti að leggja inn í þá verulega fjármuni til þess að mynda þeim efnahag á móti þeim innstæðum og eignum sem færðar voru inn í þá á grundvelli neyðarlaganna.

Ríkið á enn þessar 900 millj. kr. Það hefur ekki selt einn einasta eyri af neinu fé sem það hefur nokkurn tíma lagt inn í þessa banka og það enn. Þetta er ósköp einfalt.