141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

151. mál
[00:32]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Hér er verið að leggja drög að því að endurreisa áfram ónýtt bankakerfi. Það vantar enn aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Það er enn þá viðvarandi fákeppni á fjármálamarkaði og enn er allt óljóst um eignarhald á flestum fjármálafyrirtækjum.

Þetta er óboðlegt ástand í samfélagi sem vill kalla sig vestrænt lýðræðisríki með siðmenntað og siðvætt viðskiptalíf og hagkerfi. Það er allt einfaldlega áfram í sömu klessu og það hefur verið undanfarin tíu ár í fjármálakerfi þjóðarinnar og það á bara að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist og vona að það gangi einhvern veginn upp. Það er alls ekki hægt að samþykkja frumvarp sem byrjar á kolöfugum enda á dæminu.