141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[00:46]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Þær íþyngjandi hækkanir sem bílaleigurnar taka á sig á næsta ári yrðu að óbreyttu til þess að draga nokkuð úr innkaupum þeirra á nýjum bílum og draga þar með úr innflutningi fólksbifreiða og skaða bílgreinina og endurnýjun bílaflotans. Þess vegna er lagt til að koma til móts við þær með því að þær geti selt bíla sem þær hafa átt í sex mánuði, eins og hefur verið heimilt síðustu tvö ár. Á þetta hefur verið lögð mikil áhersla af þeirra hálfu og ég hvet þingmenn til að sameinast um að samþykkja þetta.