141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

barnalög.

476. mál
[00:53]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Stjórnarþingmenn munu styðja frumvarpið eins og það stendur nú enda felur það aðeins í sér tæknilegar breytingar á barnalögum.

Mikil eindrægni ríkti hér á Alþingi í sumar þegar breytingar á barnalögum voru samþykktar, og þá var jafnframt samþykkt að lögin ættu að taka gildi 1. janúar 2013. Eins og hæstv. innanríkisráðherra fór yfir var óskað eftir frestun gildistökunnar til 1. júlí svo að hægt væri að vanda undirbúninginn.

Eftir umræðu um málið í velferðarnefnd ákvað meiri hluti velferðarnefndar að rétt væri að reyna að flýta gildistökunni til 1. apríl nk., enda brýnt að lögin tækju sem fyrst gildi. Alþingi samþykkti ekki þá tillögu.

Ég vil því hvetja innanríkisráðuneytið, sýslumannsembættin og dómstólana til að gera allt sem í þeirra valdi stendur (Forseti hringir.) til þess að þessi mikilvægu lög komist til framkvæmda sem fyrst á nýju ári.