141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

fæðingar- og foreldraorlof.

496. mál
[00:56]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Í þessu frumvarpi er að finna mörg góð og göfug markmið. Gallinn við það er hins vegar sá að nánast öllu er vísað inn í framtíðina fyrir framtíðina til þess að leysa úr. Það er gert ráð fyrir 480 millj. kr. hækkun á þessum fjárlagalið á næsta ári. Heildarkostnaðurinn sem boðaður er í frumvarpinu og greinargerð með því nemur sennilega um 9 milljörðum kr.

Þetta er auðvitað ekki ábyrg afstaða. Af þeim ástæðum getum við ekki stutt málið þótt við styðjum mörg þau markmið sem þarna koma fram. Því legg ég til að við sitjum hjá við þessa atkvæðagreiðslu.