141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 168/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

280. mál
[01:12]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti á þskj. nr. 706.

Hér er um að ræða fjórar reglugerðir eða tilskipanir sem verið er að taka hér upp. Þær reglugerðir kveða á um aðgengi að lykilupplýsingum og önnur atriði sem miða að því að fjárfestar geti tekið upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar, um samræmingu á gerð skjala við framkvæmd á markaðssetningu verðbréfasjóða, og skipulagskröfur og ákvæði er varða góða viðskiptahætti rekstrarfélaga verðbréfasjóða.

Hvorki er gert ráð fyrir að innleiðing reglugerðarinnar muni hafa í för með sér teljandi efnahagslegar né stjórnsýslulegar afleiðingar.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Fjarverandi voru Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson og Jón Bjarnason. [Kliður í þingsal.]

Undir þetta skrifa þingmennirnir Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ásmundur Einar Daðason, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason og Ragnheiður E. Árnadóttir.