141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

loftslagsmál.

381. mál
[01:44]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég tek áskorun hv. þm. Marðar Árnasonar en ætla að spyrja hann út í annað. Hvað finnst þingmanninum um að þá staðreynd að kjötneysla jarðarbúa er talin valda hvað mestum gróðurhúsaáhrifum? Á að setja kvóta á land sem er notað undir iðnaðarframleiðslu á kjöti eins og í regnskógunum eða eitthvað slíkt? Nú á að setja kvóta á súrefni okkar og setja það inn í eitthvert hlutabréfamarkaðs-„element“ þar sem hægt er að skipta kvóta á milli fyrirtækja og landa.

Að lokum: Eru Bandaríkin og Kína með sambærilega milliríkjasamninga um ábyrga stjórnun á losun þessara efna? (Gripið fram í: Svaraðu nú.)