141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

loftslagsmál.

381. mál
[02:53]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég geri hér grein fyrir atkvæði mínu til að vekja athygli á að hér er um þær greinar að ræða sem eru kannski hvað vafasamastar út frá stjórnarskránni. Ég vil vekja athygli hv. þingmanna á því að með því að greiða atkvæði með þessum ákvæðum frumvarpsins eru þeir komnir út á verulega hálan ís frá stjórnskipulegum sjónarhóli.