141. löggjafarþing — 62. fundur,  22. des. 2012.

jólakveðjur.

[03:03]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Háttvirtir alþingismenn. Þá er komið að lokum síðasta fundar Alþingis fyrir jólahlé. Haustþingið hefur verið langt og á köflum strangt, bæði vegna þess að umræður hafa verið langar og einnig hafa sum mál komið seint fram. Það er þó ánægjulegt að tekist hefur að ljúka brýnustu verkum þessa haustþings fyrir jól.

Við skipulagningu þingstarfa hef ég haft náið samstarf við forsætisnefnd og formenn þingflokka og vil þakka fyrir það. Ég vil einnig færa þingmönnum almennt, svo og starfsfólki Alþingis, kærar þakkir fyrir gott samstarf á haustþinginu, óska öllum gleðilegrar og farsællar jólahátíðar og þakka samstarfið á því ári sem nú er brátt á enda.

Þeim sem eiga um langan veg heim að fara óska ég góðrar heimferðar og heimkomu og bið þess að við megum öll hittast heil á nýju ári. Landsmönnum öllum sendi ég mínar bestu nýárs- og jólakveðjur.