141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

framhaldsfundir Alþingis.

[10:33]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

„Handhafar valds forseta Íslands samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar, forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar, gjöra kunnugt:

Vér höfum ákveðið, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda mánudaginn 14. janúar 2013 kl. 10.30.

Gjört í Reykjavík, 11. janúar 2013.

Jóhanna Sigurðardóttir. Ásta R. Jóhannesdóttir.

Markús Sigurbjörnsson.

___________________

Jóhanna Sigurðardóttir.

Bréf handhafa valds forseta Íslands um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda.“

Ég býð hæstv. forseta, hv. alþingismenn svo og starfsmenn Alþingis velkomna til starfa á nýju ári.