141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:13]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það felst í því ákveðin þversögn að leggja til að umræddir virkjunarkostir fari í biðflokk til frekari rannsókna. Við erum enn að læra og það er margt sem á eftir að rannsaka með tilliti til jarðhitanýtingar en til þess að hægt sé að framkvæma þessar rannsóknir verður að heimila tilraunaboranir og það er ekki gert ef virkjunarkostirnir eru í biðflokki. Það að heimila rannsóknarboranir er lykilatriði til að við getum aflað okkur þekkingar. Ég fullyrði að þeir sem hafa hug á að nýta jarðhitann á Reykjanesinu eru þeir sem er mest umhugað um að vel sé gengið um svæðið. Margir af þeim stöðum sem hér eru tilgreindir hafa orðið okkur almenningi aðgengilegir með þeim virkjunarframkvæmdum sem orðið hafa nú þegar á svæðinu.

Þess vegna mun ég greiða atkvæði (Forseti hringir.) gegn þessari tillögu.