141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:17]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég hef verulegar áhyggjur af því verkefni sem ég kalla stundum dr. Frankenstein-verkefnið uppi á Hellisheiði. Þar er verið að gera tilraunir með að dæla köldu vatni ofan í jörðina og þar hafa framkallast miklir jarðskjálftar. Mér finnst það jaðra við brjálæði að ætla að gera sambærilegar dr. Frankenstein-tilraunir á svæði sem er komið á tíma varðandi eldvirkni. Það að framkalla manngerða jarðskjálfta á þessu svæði er brjálæði og þess vegna mun ég greiða atkvæði með þessari tillögu og jafnframt af áhrifum á bæði umhverfi og mannfólk varðandi mengun.

Ég óska eftir að ekki verði gerðar frekari tilraunir á okkur hérna. (Forseti hringir.) Ég mæli með að þingmenn hugsi aðeins málið og greiði atkvæði með þessu. (Gripið fram í: Jákvæð.)