141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:22]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Almennt vil ég vísa í ítarlegan fyrirvara minn með áliti meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar um þessa liði. Sveifluháls er eitt dýrmætasta óraskaða svæðið á Reykjanesi. Það eru nægir kostir fyrir hendi á Reykjanestá sem nýta má á meðan rannsókn fer fram á Sveifluhálssvæðinu.

Að mínu mati er samþykkt þessarar tillögu ávísun á alvarlegt umhverfisslys og bendi ég á það í fyrirvara mínum að ósamkvæmni gætir í áliti meiri hlutans um að í sumum tilvikum er náttúran látin njóta vafans en ekki varðandi gufuaflsvirkjanir. Ég hygg, hvað sem hver segir, að hér hafi orðið pólitískar málamiðlanir, bæði innan verkefnisstjórnarinnar og síðan innan ríkisstjórnarinnar eftir að verkefnisstjórnin skilaði af sér. Það byrjar ekki innan ríkisstjórnarinnar.