141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:26]
Horfa

Atli Gíslason (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Komið hefur fram fyrir umhverfis- og samgöngunefnd að affallsvatn sem fellur til við boranir í Bjarnarflagi við Mývatn séu nú þegar farnar að ógna lífríki svæðisins. Þarna er óásættanlegur vafi sem túlka verður náttúrunni í hag. Það er ekki hægt að taka áhættu varðandi þá dýrmætu perlu sem Mývatn er, það er ekki hægt. Beðið er um að það sé sett í biðflokk en ekki nýtingarflokk, með tilliti til gríðarlegra náttúruverndarhagsmuna.