141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:54]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Þessi virkjunarkostur er óbreyttur frá tillögu formannahópsins um drög að þingsályktunartillögunni. Hér er um það að ræða að vísindamenn hafa lagt fram upplýsingar og matsgerðir sem skapa alvarlegar efasemdir um það sem áður var haldið fram, að þessi virkjunarkostur sem er einn á sínu vatnasviði gæti gert gagn í baráttu gegn gróðureyðingu á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Þetta verður auðvitað að athuga vel áður en menn fara í umhverfisspjöll á þessum mikilfenglega stað við rætur Vatnajökuls.

Ég segi nei við þessari undarlegu tillögu.