141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[12:03]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Í rökstuðningi sínum fyrir því að færa til virkjunarkosti og setja þrjá kosti, Hágönguvirkjanir og Skrokköldu, í biðflokk, leggja ríkisstjórnarflokkarnir fram nýtt hugtak, svokallað „buffer zone“, sem þeir vilja nú fara eftir. Þar setja þeir fram nýtt viðmið sem verkefnisstjórn vann ekki formlega eftir. Verkefnisstjórn fjallaði hins vegar mjög mikið um ósnortin víðerni og tók fullt tillit til þeirra sjónarmiða sem mér sýnist ríkisstjórnarflokkarnir vera að reyna að koma inn í tillögu sína með einhvers konar handarbakavinnubrögðum vegna þess að þeir þurftu að setja sitt pólitíska mark á tillöguna.

Ég get ekki stutt það og styð þess vegna þessa breytingartillögu.