141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[12:05]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Forseti. Afgreiðsla þessa máls mun marka tímamót og tryggja fagleg vinnubrögð við undirbúning virkjunarframkvæmda og sporna gegn því að í framtíðinni verði viðkvæmum og verðmætum náttúrusvæðum fórnað á altari skyndigróða eða sérhagsmuna einstakra stóriðjuvera. Handahófskenndar ákvarðanir í virkjunarmálum án tillits til verndarsjónarmiða ættu nú að heyra sögunni til. Það eru merk tímamót sem við í Samfylkingunni fögnum sérstaklega.