141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[12:11]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Þegar komið er að leiðarlokum er rétt að hafa í huga að deilur og hörð orð sem hér hafa fallið standa um örfáa kosti, þau standa um kosti á tveimur svæðum og þar að auki tvær virkjanir sem tekin var ákvörðun um í faglegu starfi, hvar sem menn setja það, að færu í bið. Ég bið bæði þingmenn og landsmenn að athuga að hvernig sem atkvæðagreiðslan í dag hefur farið þá hefur engin tapað henni nema hann vilji það sjálfur. Það er enginn sigurvegari hér nema náttúra Íslands og þjóðin í landinu.

Ég segi já við þessari þingsályktunartillögu. Með henni er stefnt að mestu friðun og verndarnýtingu náttúrusvæða á Íslandi nokkru sinni. Ég þakka fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessum áfanga frá upphafi til enda, frá umhverfisstefnu okkar í Samfylkingunni um Fagra Ísland til tímamótanna hér í dag fyrir land, þjóð og náttúru 14. janúar 2013.