141. löggjafarþing — 65. fundur,  15. jan. 2013.

landslénið .is.

421. mál
[18:43]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Telur þá hæstv. ráðherra að mikils óhófs hafi gætt inni í ISNIC? Má skilja orð hans þannig?

Mig langar að spyrja hvaðan lénskatturinn kemur. Hvaðan kom sú hugmynd og af hverju var farin sú leið? Mikið er rætt um hófsemi og annað. Síðan langar mig jafnframt að spyrja: Hver var nákvæmlega upphæðin sem sparast við að fara þessa leið en ekki hina leiðina? Hversu dýrt eða ódýrt er það fyrir okkur?