141. löggjafarþing — 66. fundur,  16. jan. 2013.

ökutækjatryggingar.

439. mál
[17:05]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið, þetta var gott svar. Ég held að menn þurfi að fara að skoða það af hverju bifreið er á skrá en ekki skoðuð og ekki tryggð. Er ekki mikið einfaldara að skoða ferlið og segja bara: Bifreiðin er hér með afskráð. Ég þekki dæmi þess að menn eru með bifreiðar á skrá og upp hlaðast skuldir, bæði vegna skatta og trygginga og annars slíks, og bifreiðin er í raun ekkert notuð. Mér finnst að það ætti bara afskrá bifreiðina ef hún er ekki tryggð og ekki skoðuð, þá eigi bara að afskrá hana og þar með búið.