141. löggjafarþing — 67. fundur,  17. jan. 2013.

orð forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[11:18]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Það er ágreiningur uppi um það núna hvort raunverulegur þingvilji standi til þess að við höldum áfram aðildarviðræðunum að Evrópusambandinu og það er ágreiningur um hvort sá þingvilji hafi komið fram.

Nú er ein mjög einföld leið til að skera úr þeim ágreiningi. Sú leið felst í því að sú þingsályktunartillaga sem nú liggur fyrir í utanríkismálanefnd komi hingað til umræðu og efnislegrar afgreiðslu. Því vil ég spyrja hæstv. forsætisráðherra og hæstv. utanríkisráðherra hvort hæstv. ráðherrar séu á móti því að málið komi í þingið til þess að fá úr því skorið. Þá liggur það fyrir í eitt skipti fyrir öll hvort pólitískur vilji, meirihlutavilji á Alþingi, sé fyrir því að halda viðræðunum áfram. Flóknara er það nú ekki. Þá getum við hætt að deila um hvort meiri hluti Alþingis vilji halda þessum viðræðum áfram eður ei. (Forseti hringir.) Þá þurfum við ekki standa í þessu ströggli, þá getum við einfaldlega skýrt stöðuna.