141. löggjafarþing — 67. fundur,  17. jan. 2013.

skráð trúfélög.

132. mál
[17:49]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Gunnar Braga Sveinsson að því hvað hann á við þegar hann talar um þann neikvæða anda sem viðgengist hafi frá hendi stjórnarflokkanna í garð þjóðkirkjunnar. Ég var vitni að því í hádeginu þegar hv. þingmaður kom hingað upp og talaði um dylgjur og hártoganir. Mér finnst þetta mál og þessi ummæli vera þess eðlis að það er allt í lagi að hann útskýri þau. Það getur vel verið að ég hafi misst af einhverju, en ef hann er að meina það sem ég held að hann sé að vitna í þá er hann náttúrlega bara að fara með fleipur.

Svo langar mig að spyrja hann, af því að hann er skíthræddur um að lífsskoðunarfélög sem verði skráð geri það hugsanlega til að gera ríkissjóð að féþúfu, hvort hann líti þannig á að sóknargjöld sem eru greidd til trúfélaga í dag séu það rausnarleg að það sé mögulegt að hafa stóran pening út úr þessu.